ÞAÐ ERU leiðir til að dafna & Blómstra Á ÖLLUM SVIÐUM LÍFSINS!

Vertu heila útgáfan af þér
Bókaðu tíma
Vertu heila útgáfan af þér
Hafðu samband

Um DAFNA

Blómstra, vaxa og dafna

Dafna sérhæfir sig í börnum, unglingum og fullorðnum sem vilja auka vellíðan sína og ná betra jafnvægi.

Unnið er út frá aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar. Þar er lögð áhersla á þætti á borð við jákvæðar tilfinningar, styrkleika og hugarfar sem eiga þátt í því að einstaklingurinn blómstrar, vex & dafnar.

Yrja Kristinsdóttir er á bakvið Dafna og hefur hún fjölbreytilega menntun en þar má nefna: BA í félagsráðgjöf, BA í guðfræði, MA í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á lífsleikni, sjálfsmynd og farsæld, diplóma í djáknafræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi, ACC vottaður markþjálfi og Reiki stig 1 & 2.

Yrja er einnig annar eiganda Gleðiskruddunnar. Gleðiskruddan byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og gefur börnum og unglingum tækifæri til að efla sjálfsþekkingu sína og takast á við áskoranir hversdagsleikans.

Yrja hefur mikla ástríðu fyrir að aðstoða einstaklinga við að efla andlega heilsu, auka sjálfsþekkingu, vellíðan & hamingju. 

MARKÞJÁLFUN

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er til þess að ná auknum árangri og skýra framtíðarsýn. Aðferðin hjálpar til við að finna leiðina að ákveðnu markmiði sem getur verið betri frammistaða, betri árangur, aukin lífsgæði eða persónulegur vöxtur. Markmiðið með markþjálfun er að sjá og nýta sér þann lærdóm og reynslu sem maður býr yfir til að koma auga á nýja möguleika og tækifæri. Í gegnum markþjálfun aðstoðar markþjálfi einstaklinginn til að kynnast sjálfum sér og hann finnur leiðir til að ná markmiðum sínum. Aðferðin hjálpar einnig við að efla sjálfsþekkingu, finna og nýta styrkleika og auka hamingju. 

Markþjálfun með nálgun jákvæðrar sálfræði

Hamingja, styrkleikar og hugarfar

Markþjálf­un og já­kvæða sál­fræðin hafa stund­um verið verið nefnd­ar sem hið fullkomna par.  Þessi teg­und markþjálf­un­ar er byggð á rann­sókn­um og inn­grip­um frá jákvæðri sál­fræði. Þar er beint sjónum að aukinni hamingju, styrkleikum, auk­inni þraut­seigju, trú á eigin getu, von, virkni og tilgangi.

Hvað eru jákvæð inngrip?
Jákvæð inngrip eru aðferðir eða æfingar sem rækta með okkur jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir.

Hvað græðir þú á þessu?

Sjálfsþekking, jafnvægi og vellíðan

Markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði getur nýst þér á margan hátt og miðar að því að efla og hvetja til eftirfarandi þátta:

 

 

 

  • Sjálfsþekking
  • Sjálfstraust
  • Þekking og nýting á styrkleikum 
  • Jákvæð inngrip í daglegu lífi
  • Aukin hamingja og vellíðan
  • Markmiðasetning

Algengar spurningar

Er markþjálfun fyrir alla?

Markþjálfun er fyrir alla sem vilja efla andlega heilsu sína og auka vellíðan. Hún hentar ungum sem öldnum og allir eru velkomnir. 

Er eingöngu notast við markþjálfun?

Nei það er ekki aðeins boðið upp á markþjálfun. Einnig er veitt ráðgjöf fyrir þá einstaklinga sem þess þurfa. Við vegum og metum saman hvor aðferðin hentar betur hverju sinni. 

Afhverju ætti ég að fá markþjálfun?

Ertu á tímamótum í lífi þínu? Þarftu að skerpa framtíðarsýn þína? Eru breytingar framundan? Þarftu hjálp við að ná markmiðum þínum? Þarftu stuðning? Þarftu að finna sjálfa/n“ þig? Þarftu að „pústa“? Ef einhverjar af þessum spurningum eiga við þig þá getur markþjálfun gert mikið fyrir þig.

Hversu oft þarf ég að koma?

Þitt er valið! 

Hvar get ég bókað tíma?

Hér á síðunni eða á https://noona.is/dafna

NÁMSKEIÐ

Markmið, styrkleikar og hugarfar

Dafna býður uppá námskeið fyrir einstaklinga sem vilja leggja rækt við sjálfa/n sig. Námskeiðin byggjast á aðferðum markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði. Lögð er áhersla á jákvæð inngrip, styrkleika, markmið, hugarfar og sjálfsumhyggju. Námskeiðin eru auglýst hverju sinni.

 

Næstu námskeið

Á döfinni:

Gleðiskruddunámskeið

Gleðiskruddan verður með námskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.

Námskeiðið byggist á jákvæðri sálfræði og leggur áherslu á að efla sjálfsþekkingu og auka vellíðan.

Á Gleðiskruddunámskeiðinu er lögð áhersla á gleði og að hafa gaman og blöndum við saman fræðslu og leik. Ef að veður leyfir förum við jafnvel eitthvað út í náttúruna. 

⚡️Jákvæð sálfræði
⚡️Sjálfsþekking
⚡️Vellíðan
⚡️Gleði og gaman
⚡️Leikir
⚡️Útivera

Námskeiðið fer fram í Dalskóla.

Dagsetningar í boði:
10.-14. júní
18.-21. júní
24.-28. júní

Leiðbeinendur eru Marit & Yrja

Nánari upplýsingar á glediskruddan.is

Bókaðu tíma eða sendu fyrirspurn

10 + 1 =