Skilmálar

Upplýsingar um seljanda

Yrja Kristinsdóttir
Urriðaholtsstræti 18
210 Garðabær

Almennt

Dafna.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Hægt er að fá vöruna senda heim með pósti.
Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar við afgreiðum vöruna frá okkur.

Skilafrestur og endurgreiðsla

EKKI er hægt að skila útsöluvörum né skipta.
Kaupandi getur afturkallað pöntun sér að kostnaðarlausu ef tafir verða á afgreiðslu. Ef varan uppfyllir ekki væntingar kaupanda varðandi gæði eða lit getur kaupandi skilað vörunni innan 15 daga. Varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Ekki má vera búið að þvo vöruna eða meðhöndla á nokkurn annan hátt. Við endurgreiðum vöruna innan 10 daga frá því að við fáum hana í hendur. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið dafna(at)dafna.is áður en vöru er skilað.

Kvartanir

Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Greiðslumátar

Hægt er að greiða með bankamillifærslu.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram.
Sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Íslandspósts.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum

Sendingar úr kerfi verslunarinnar Dafna.is kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.