Dafna Box – Self Care Pakki

11.900 kr.

Self care pakki sem inniheldur andlitskrem, olíur og næringu.

10 á lager

Flokkur:

Lýsing

Það er svo góð tilfinning að gefa sér nokkrur mínútur á dag til að dekra við og hlúa að sér.
Okkur langar til að deila með ykkur okkar uppáhalds sjálfsdekri.
Andlitsrúlla og Gua Sha steinn:
Við elskum að skvetta á andlitið köldu vatni, þrífa húðina og bera á okkurá andlitsolíu rúlla henni inn i húðina með andlitsrúllunni og fara síðan yfir með Gua Sha steininum. Þetta eykur teygjanleika húðarinnar, þrengir svitaholurnar og örvar blóðflæðið svo húðin verður heilbrigð og stinn. Fyrir extra frískandi áhrif mælum við með að geyma rúlluna og steininn í kæli.
Tunguskafa:
Að skafa á sér tunguna áður en þú borðar eða drekkur á morgnana virkar eins og mini detox og tekur bara 20 sekúndur. Þetta fjarlægir toxin, bakteríur og skán af tungunni og dregur úr andremmu. Jógarnir sögðu að sköfur úr kopar hefðu bakteríudrepandi eiginleika.
Neti Pot:
Neti Pot hefur verið notaður í árhundruð til að hreinsa nefgöngin, fyrirbyggja kvef og
ennisholusýkingar ásamt þvi að lina ofnæmi. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn mæla með Neti pot til að hreinsa nefgöng af ýmsum heilsutengdum ástæðum. Það tekur aðeins nokkrar mínútur og er mjög frískandi að byrja daginn á að skola nefið.