Site icon dafna.is

Að njóta

Elsku þú!

Hvernig var morguninn? Gekk vel að koma öllum börnunum út í daginn og situru núna með rjúkandi kaffibollann og brosir út í eitt? Eða var morguninn frekar trylltur, allir fóru öfugu megin frammúr rúminu og þú fannst ekki neitt sem þú varst að leita að?

Ég er með frábært verkfæri fyrir þig sem hjálpar þér í gegnum morguninn og fær þig til að brosa þrátt fyrir að krakkarnir eru í sitthvorum sokknum og vaskurinn er fullur af leirtaui frá því í gær.

Það er svo einfalt og kallast að njóta (e. savoring).

Hvað felst í því?

Að njóta þýðir að við erum að hugsa meðvitað um eða gera hluti sem auka jákvæðu áhrifin af jákvæðum atburðum (Reivich og Saltzberg, 2013). Það þýðir að við reynum að finna til fulls, njóta og lengja jákvæða reynslu okkar.

Að njóta felur í sér meðal annars;

•Að hlakka til

•Njóta og varðveita augnablikið

•Rifja upp góðar stundir

Að njóta er frábær leið til að þróa langvarandi straum jákvæðra hugsana og tilfinninga og eykur um leið hamingju okkar!

Svona til að rökstyðja þetta allt saman þá komust vinirnir Bryant, Smart og King (2005) að því oftar sem maður rifjar upp jákvæða atburði, verður minningin skýrari og hefur því sterkari áhrif á hamingjuna!

Og svona til að bæta því við þá var önnur rannsókn sem sýndi að því oftar sem við gleðjumst yfir jákvæðum atburðum hversdagsins, því hamingusamari erum við (Jose, Lim og Bryant, 2012).

Þakklæti er tengt því að njóta og eykur það jákvæðar tilfinningar okkar. Ég mæli eindregið með því að gera þakklætisæfingar á hverjum degi!

Dæmi um þakklætisæfingar:

•Þakklætisbréf

•Þakklætisheimsókn

•Þrír góðir hlutir

Eigðu yndislegan dag og umfram allt skaltu NJÓTA

Exit mobile version