Ertu að reyna að fóta þig í móðurhlutverkinu og jafnvel að upplifa að það er ekki nákvæmlega eins og þú hélst?
Hefur þú pælt í því að kannski þarftu að aðlaga móðurhlutverkið að ÞÉR?
Það eru miklar kröfur á þér og mörg verkefni sem krefjast athygli þína. Þú ert að sjá um heimili, ala upp barn/börn, vinna, hreyfa þig, kaupa inn og reyna að eiga félagslíf… og svo margt fleira.
Að vera mamma er svo sannarlega gefandi, yndislegt og best 😍
EN það er heldur ekki auðvelt, einfalt og endalaus hlátur.
Þetta er oft bara sjúklega erfitt og það má segja það UPPHÁTT!
Við erum bara oft á sjálfstýringu -að gera og græja!
Ég vil taka það fram að ég veit að pabbarnir gera heilan helling – en núna erum við bara að tala um þig kæra mamma☺️
Ég veit að við mömmurnar getum stundum týnt okkur í þessu hlutverki og gleymt því í stutta stund hverjar við erum í raun og veru.
Auðvitað breytist lífið við það að eignast kraftaverkin okkar en við erum samt ennþá sama manneskjan.
Við höfum okkar drauma, markmið og væntingar og stundum þarf að minna okkur á það.
En við getum líka gleymt okkur í móðurhlutverkinu og farið að bera okkur saman við aðrar konur.
Erum við ekki allar sekar um það að liggja upp í sófa og taka góðan Instagram hring og bera okkur saman við þær sem hafa ,,allt á hreinu”?
Ég er allavega að gera það☺️
Sumar mömmur eru bara með skipulagið upp á tíu, svefnherbergi barnanna tipp topp og þvottahúsið alltaf tilbúið í myndatöku fyrir Hús og Híbýli!
Og það er bara frábært ÞVÍ þá er þeirra styrkleiki-SKIPULAG!
Svo eru aðrar sem virðast vera með 58 tíma í sólarhringnum og ná að taka til, þvo þvottinn, kaupa inn, hreyfa sig, detta í kaffi með vinkonum og svo horfa á einn þátt- og það áður en þær sækja börnin á leikskólann.
Enn og aftur frábært ÞVÍ þeirra styrkleiki er TÍMASTJÓRNUN!
Við erum allar með styrkleika en þeir eru mismunandi-sem betur fer.
Við verðum að muna að við erum ekki eins og erum jafn ólíkar og við erum margar.
Þá er komið að þér-hverjir eru þínir styrkleikar?
Veistu það?
EF ekki þá er svo auðvelt að komast að því.
Þú ferð einfaldlega inn viacharacter.org og tekur styrkleikaprófið þar.
Voila-þú ert komin með topp 5 styrkleikana þína og getur lesið um hvað hver og einn felur í sér.
Prófaðu svo að nota meðvitað einn styrkleika í einn dag og svo koll af kolli👏
Prófaðu að nota styrkleikana í móðurhlutverkinu og ég lofa þér að þú munt dafna í því hlutverki- þú ert einfaldlega frábær eins og þú ert!
Einn styrkleiki á dag-kemur skapinu í lag 😊
Njóttu!